Lifa í vellystingum á Ítalíu

Amal og George Clooney njóta í fríinu.
Amal og George Clooney njóta í fríinu. AFP

Stjörnuhjónin George og Amal Clooney kunna að gera vel við sig í fríinu. Þau fóru út að borða án barnanna á lúxusveitingastað á dögunum, en hjónin dvelja nú í sumarleyfishúsi sínu við Como-vatn á Ítalíu. 

Hjónin fóru með bát frá húsi sínu út að borða á Grand Hotel Tremezzo. Með þeim voru Tala og Baria Alamuddin, systir og móðir Amal Clooney, að því fram kemur á vef Page Six. Til þess að komast frá villunni að veitingastaðnum tóku Clooney-hjónin bát eins og algengt er við vötnin á Ítalíu.  

Á heimasíðu Grand Hotel Tremezzo kemur fram að það séu fimm barir og veitingastaðir sem bjóða upp á aðeins hið besta. Stjörnukokkurinn Osvaldo Presazzi eldar þar undir áhrifum frá matreiðslumeistaranum Gualtiero Marchesi. Presazzi leggur áherslu á árstíðarbundin hráefni frá svæðinu í kringum Como. 

Amal og George Clooney fóru út að borða á veitingastað …
Amal og George Clooney fóru út að borða á veitingastað á Grand Hotel Tremezzo. Ljósmynd/Grand Hotel Tremezzo
mbl.is