Grískt neðansjávarsafn á 30 metra dýpi

Við grísku eyjuna Alonissos er að finna einstakt safn sem leiðir gesti niður á 30 metra dýpi. Safnið var opnað árið 2020 en vegna heimsfaraldursins hafa gestirnir verið fáir. 

Safnið er í sokknu skipi sem talið er að hafi sokkið á 5. öld fyrir Krist. Í skipinu er að finna um 2.500 ára gamla vínkúta en talið er að skipið hafi verið á siglingu með mat og vín yfir hafið þegar það sökk. 

Safnið dregur að fólk hvaðanæva úr heiminum. Vegna þess á hve miklu dýpi skipið er þurfa gestir að sýna fram á köfunarskírteini. 

Aðgangur að skipinu og köfunarbúnaði kostar 95 evrur sem er um tvöfalt meira en aðgangseyrir að venjulegu safni á Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert