Manuela og Eiður í sólinni á Tenerife

Eiður Birgisson kvikmyndaframleiðandi og Manuela Ósk Harðardóttir fegurðardrottning eru á …
Eiður Birgisson kvikmyndaframleiðandi og Manuela Ósk Harðardóttir fegurðardrottning eru á Tenerife. Skjáskot/Instagram

Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson dvelja um þessar mundir á paradísareyjunni Tenerife. 

Manuela og Eiður virðast vera einstaklega ánægð með að vera komin í sólina. „Ég skil ekki af hverju allir hata mánudaga svona mikið? Mér finnst þeir bara vera fínir. Félagsskapurinn er lykillinn,“ skrifaði Eiður við mynd af þeim Manuelu. 

Parið, sem fagnaði eins árs sambandsafmæli í júní síðastliðnum, dvelur á Hotel Bitácora. Hótelið er með fjórar stjörnur og hefur verið auglýst í íslenskum fjölmiðlum undanfarið. Nóttin á hótelinu kostar um 25 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi. 

View this post on Instagram

A post shared by M A N U (@manuelaosk)

mbl.is