Ástfangin heima í Albaníu

Dua Lipa og Anwar Hadid.
Dua Lipa og Anwar Hadid. Skjáskot/Instagram

Hin eitursvala albanskættaða breska söngstjarna Dua Lipa birti á dögunum æðislegar myndir og myndbönd frá Albaníu á Instagram-síðu sinni. Þessi 25 ára söngkona nýtur þess að vera í fríi í landinu sem foreldrar hennar þurftu að flýja í kjölfar stríðsins á Balkanskaganum á tíunda áratug síðustu aldar. 

Lipa nýtur lífsins í Albaníu ásamt kærastnum sínum, hinum 21 árs Anwar Hadid, sem er yngri bróðir ofurfyrirsætnanna Bellu og Gigi Hadid. Eins og sjá má á myndunum á Instagram er ákaflega fallegt um að litast í Albaníu og notast þau við þyrlu til að ferðast á milli staða.

„Ég vil aldrei fara héðan,“ skrifaði Lipa undir myndir úr fríinu og „ástin mín,“ sem hún skrifar við mynd af þeim Hadid saman.

Glöggir lesendur sjá að Albanía hefur upp á að bjóða einhverjar fallegustu strendur Evrópu. En Lipa er stödd á hinu magnaða fimm stjörnu hóteli Kep Merli sem er í bænum Ksamil í Albaníu.

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)

View this post on Instagram

A post shared by DUA LIPA (@dualipa)mbl.is