Magnaði Mælifellssandur

Þar sem svartur sandur, öskuskreyttur jökull og græn fjöll töfra. Að baki Mýrdalsjökli liggur svartur Mælifellssandur og á honum miðjum eitt fegursta eldfjall Íslands, Mælifell. Fjall sem varð til undir jökli og situr nú upprétt og fallega grænt við leiðina kennda við Fjallabakið syðra.

Aðrir fallegir staðir á svæðinu eru til dæmis Hólmsárlón og Rauðbotn sem áður hefur verið fjallað um og síðan er stutt keyrsla yfir að Hólaskjóli og þaðan upp að Ófærufoss. Það er tilvalið að taka dagsferð um þetta svæði og best er þá að fara upp á Fjallabak í gegnum Fljótshlíð um Emstruleið og áfram í austur og koma niður í Skaftártungur og þaðan heim á leið, ef komið er úr borginni, í gegnum Vík og fram hjá Eyjafjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert