Vinsælustu áfangastaðirnir á TikTok

New York borg er sú vinsælasta á TikTok.
New York borg er sú vinsælasta á TikTok. Ljósmynd/Pexels/Roberto Vivancos

Samfélagsmiðillinn TikTok er endalaus uppspretta hugmynda, byltinga, uppskrifta og tísku- og snyrtivöruhugmynda. Þar er líka að finna fjölda myndbanda af ferðalögum og áfangastöðum. 

Þrátt fyrir heimsfaraldurinn hafa notendur TikTok verið duglegir að setja inn myndbönd af ferðalögum sínum, eldri og nýrri ferðum. Samkvæmt rannsókn Bounce eru myndbönd af New York-borg vinsælust á miðlinum með 216 milljarða áhorf.

Næstvinsælasti staðurinn er Dúbaí með 37,1 milljarð áhorfa og í þriðja sæti Istanbúl í Tyrklandi sem 16,9 milljarðar hafa horft á.

10 vinsælustu tiktokstaðirnir

  1. New York
  2. Dúbaí
  3. Istanbúl
  4. London 
  5. Barcelona
  6. Paris
  7. Múbaí
  8. Havaí
  9. Míamí 
  10. Torontó
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert