Mælir ekki með stuttbuxum á ferðalagi

Tommy Cimato mælir með því að drekka nóg vatn um …
Tommy Cimato mælir með því að drekka nóg vatn um borð. Samsett mynd

Myndband sem flugþjónninn Tommy Cimato deildi á TikTok hefur farið um sem eldur í sinu um netið. Þar fer Cimato yfir allt það sem hann telur að fólk eigi ekki að gera á ferðalögum, eins og að klæðast stuttbuxum og halla andlitinu að glugganum í vélinni. 

Á tímum heimsfaraldurs er okkur meira umhugað um hreinlæti á ferðalögum. Mörg vinsæl myndbönd hafa sprottið upp um skítugustu staðina í flugvélum og flugvöllum. 

Fyrsta sem hann mælir ekki með að gera er að sturta niður á klósettinu með berum höndum. Hann mælir með því að nota pappír til að sturta niður. 

Cimato mælir einnig með því að drekka samt mikið vatn um borð, að minnsta kosti hálfan lítra í hverri flugferð.

Þriðja ráð hans er að sleppa því að leggja höfuðið við gluggann eða vegginn við sætið þitt. Þar geta leynst óhreinindi sem þú veist ekki hvaðan koma. 

Cimato mælir ekki með því að fólk klæðist stuttbuxum um borð í flugvélum og vísar þar til sömu raka og að leggjast ekki upp við vegginn eða gluggann. 

Það fimmta sem hann mælir með er að vera ekki feiminn við að láta flugþjón vita ef þér líður illa eða þarft að æla.

mbl.is