Mætti ári of snemma í flug

Konan kom ári of snemma í flugið.
Konan kom ári of snemma í flugið. ALEXANDER KLEIN

Kona nokkur varð strandaglópur á Zadar-flugvellinum í Króatíu á dögunum þegar hún mætti óvart ári of snemma í flug sem hún bókaði. 

Konan sagði frá mistökum sínum í TikTok-myndbandi sem hefur notið mikillar athygli. Konan kom á flugvöllinn klukkan sex um morguninn og sá flugið sitt með Easy Jet til Mílanó ekki á dagskrá. 

Hún skoðaði miðann, sem hún hélt að væri flugmiðinn hennar, til að komast að því að hún hefði í raun ekki innritað sig í flugið heldur aðeins keypt farangursheimild og sett inn vegabréfsnúmerið sitt. 

Þá kíkti hún á staðfestingarpóstinn frá flugfélaginu og komst að því að hún hafði bókað flug 4. ágúst árið 2022 ekki 2021. 

Í næsta myndbandi greindi hún frá því að atvikið hefði átt sér stað eftir að hún þurfi að endurbóka flugferðina sína eftir að upprunalega fluginu var aflýst. Þá hafi hún þurft að nota tölvupóstfang pabba síns og talið hann ekki hafa áframsent pósta frá flugfélaginu um brottför. Hún komst þó að lokum heim til sín.

@simp4beanz

will post a video explaining how i got home soon sorry still very sleep deprived xxx

♬ original sound - lex 🍒
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert