Áhrifavaldur í dái eftir vespuslys á Balí

Kaitlyn McCaffery hefur legið í dái á sjúkrahúsi á Balí …
Kaitlyn McCaffery hefur legið í dái á sjúkrahúsi á Balí í tæpar tvær vikur. Skjáskot/Instagram

Ferðaáhrifavaldurinn Kaitlyn McCaffery liggur nú í dái á sjúkrahúsi á Balí eftir slys á vespu. McCaffery fannst meðvitundarlaus og slösuð við hlið vegarins 31. júlí. Hún hefur legið í dái síðan. 

McCaffery er 27 ára gömul og frá Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hún ferðast um heiminn og sýnir frá ferðalögum sínum á Instagram þar sem hún er með yfir 10 þúsund fylgjendur. Hún er búsett á Balí um þessar mundir og skrásetur líf sitt á Instagram-síðunni Fearless Travelers.

Vinir hennar og fjölskylda hófu fjáröflun fyrir hana innan við viku eftir slysið og hafa alls safnast 38 milljónir íslenskra króna til að flytja hana frá Balí á sjúkrahús í Kaliforníu. 

„Þó Kaitlyn hafi verið nógu skynsöm til að kaupa sér alþjóðlega sjúkratryggingu þá neitar tryggingafélagið að greiða fyrir flutninginn til Kaliforníu,“ segir á styrktarsíðunni.

Degi áður en hún lenti í slysinu fagnaði hún tveggja mánaða búsetu á Balí. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert