Íbizafjörður

Hverjum þykir sinn fjörður fegurstur og bestur. Slíkt á við Ísfirðinga eins og aðra og þar er stundum talað um Íbizafjörð, slík sé veðursældin.

Það er gott að koma vestur á Ísafjörð. Skiptir engu hvort það sé um mitt sumar eða í snjókófi í febrúar. Alltaf tekur bærinn og bæjarbúar vel á móti gestum.

Höfundur hefur nokkrar fastar venjur þegar svæðið er heimsótt og eru þær helstu að borða á besta fiskveitingastað landsins, Tjöruhúsinu. Fá sér gott kaffi og kannski köku á Húsinu og oftast er farið í frábæru sundlaugina í Bolungarvík. Fyrir menningarþyrsta er síðan ein besta tónlistarhátíð Norðurlanda á Ísafirði um páskana þó Covid hafi hamlað því síðustu tvö en ef þú hefur ekki skellt þér á Aldrei fór ég suður þá veistu hvað þú átt að gera páskana 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert