Hundabar í London slær í gegn

Barinn After bark í London sló í gegn eftir að hann var opnaður í sumar. After bark er einstaklega hundavænn bar þar sem hægt að fá veitingar fyrir bæði menn og hunda. 

After bark er í Austur-London og hafa Lundúnabúar heldur betur tekið barnum vel. Kokteilar með áfengi eða ekki eru í boði fyrir eigendur hundanna en svokallaðir „hvolpteilar“ eru í boði fyrir hunda. 

Hvolpteilarnir eru gerðir úr ýmsu grænmeti og hugsaðir sem heilsukokteilar fyrir hundana. Hundarnir mega ganga frjálsir um staðinn og er þetta því frábær staður fyrir hunda og eigendur þeirra að kynnast betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert