„Drekaaugað“ við Veiðivötn

Oft leynist ótrúleg fegurð á tómlegum stöðum. Á leið inn að Veiðivötnum er gígur sem fáir spá nokkuð í. Hann er eins og flest á þessu svæði bara eins og enn annar svartur hóll sem rennur saman við landslagið. 

Hins vegar þegar dróni er settur á loft þá kemur í ljós ótrúleg fegurð og sérstakt útlit þessa gígs sem kenndur er við Vatnakvísl sem rennur skammt frá. Á einhverjum tímapunkti fóru ljósmyndarar sem heimsótt hafa svæðið að kalla gíginn Drekaaugað út frá sérstakri lögun hans og litnum á vatninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert