Íslenskt hostel vekur athygli erlendis

Klefi sem gestir gista í á farfuglaheimilinu The Galaxy Pod …
Klefi sem gestir gista í á farfuglaheimilinu The Galaxy Pod Hostel við Laugaveg í Reykjavík. Skjáskot/Instagram

Grein um The Galaxy Pod Hostel birtist í vefútgáfu breska götublaðsins Metro á dögunum. Í greininni eru ferðamenn sem vilja gistingu sem líkist geimskipi hvattir til að bóka „Pods“ á hostelinu við Laugaveg 170 í Reykjavík.

Metro ræddi við franska vísindamanninn Benjamin Pothier sem þekkir vel til geimskipa. Pothier gisti á Galaxy Pod Hostel þegar hann var í Reykjavík og segir hann að upplifunin hafi verið eins og úr vísindaskáldsögu. Gestir farfuglaheimilisins gista í svokölluðum „Pods“ eða hólfum sem eiga að líkjast svefnaðstöðu geimfara um borð í geimskipum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert