Yfirgefin borg í dýpstu sundlaug heims

Dýpstu sundlaug heims er að finna í Dúbæ.
Dýpstu sundlaug heims er að finna í Dúbæ. AFP

Á dögunum var dýpsta sundlaug heims opnuð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nánar tiltekið í Dúbaí. Furstadæmið bætir því við sig enn einu heimsmetinu en þar er að finna hæsta skýjakljúf heims og stærstu verslunarmiðstöð heims svo fátt eitt sé nefnt.

Sundlaugin er 60 metra djúp og tekur 14 milljón lítra af vatni. Hún var opnuð í júlí á þessu ári og er hluti af nýrri djúpköfunarmiðstöð í Dúbaí. Sundlaugin er 15 metrum dýpri en næstdýpsta sundlaug heims sem er í Varsjá í Póllandi.

AFP

Þeir kafarar sem stinga sér til sunds fá stórkostlega upplifun í sundlauginni en innansundsarkitektúr laugarinnar líkist yfirgefnu fjölbýlishúsi í stórborg. Öllu er til tjaldað: í sundlauginni er fyrsta flokks hljóðkerfi og lýsing, þar er einnig að finna fússball-borð, mótorhjól, innkaupakörfur, bifreiðar og margt fleira.

Margir höfðu beðið með mikilli eftirvæntingu eftir opnun sundlaugarinnar Bláa hyldýpisins á Englandi en hana átti að opna 2020. Þar hafa hins vegar verklok teygst umtalsvert. Sundlaugin hefði orðið sú dýpsta í heimi, 50 metra djúp, en furstarnir í Dúbaí hafa nú bætt um betur og grófu dýpra. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bláa hHyldýpinu er nú stefnt að opnun þess 2023.

Glæsilegur inngangur í dýpstu sundlaug heims.
Glæsilegur inngangur í dýpstu sundlaug heims. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is