Sorgleg beikonsamloka Ryanair vekur athygli

Beikonsamlokan sem um ræðir.
Beikonsamlokan sem um ræðir. Ljósmynd/Twitter

Mynd af beikonsamloku sem óánægður farþegi fékk um borð í vél Ryanair á dögunum hefur vakið mikla athygli. Samlokan þykir einstaklega sorgleg en á henni er ekki mikið af beikoni. 

Írski glæpasagnahöfundurinn Liz Nugent birti mynd af lokunni á Twitter en vinkona hennar hafði keypt sér lokuna í flugi Ryanair fyrr um daginn og greitt 5,5 evrur fyrir hana eða um 825 krónur. Á samlokunni eru tvær flygsur af beikoni en ekki mikið annað. 

„Guð minn góður, ég tók andköf af viðbjóði,“ svaraði einn. Annar sagðist vera til í að sjá myndina á matseðlinum sem gæfi til kynna hvernig samlokan ætti að vera.

mbl.is