Hallgrímskirkja að hausti

Það er sannarlega merki um að ferðamenn séu að streyma aftur til landsins þegar Skólavörðuholt iðar af lífi.

Að mynda miðbæinn er flókið og krefst þess að sækja um leyfi og fara varlega þegar kemur að  flugumferð og persónuvernd. Það er samt þannig að fátt er skemmtilegra en að grípa landslag miðborgarinnar og Hallgrímskirkju, sem höfundi finnst reyndar oft að passi hálfilla inn í umhverfið, því draumur og sýn Guðjóns Samúelssonar um Skólavörðuholt varð aldrei að veruleika og þess vegna er kirkjan, séð í gegnum dróna, eins og Gúllíver í Putalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert