Sprangaði um á sundfötunum á flugvellinum

Konan klæddist aðeins sundfötum á flugvellinum.
Konan klæddist aðeins sundfötum á flugvellinum.

Kona nokkur vakti athygli á dögunum er hún sprangaði um á flugvelli í Bandaríkjunum á sundfötunum einum klæða. Konan virti þó sóttvarnareglur og var einnig með grímu. 

Myndband af konunn birtist á Instagram síðunni Humans Of Spirit Airlines þar sem birt eru skondin eða áhugaverð myndbönd og myndir af fólki á ferðalagi. „Þegar þú ert að fara í sundlaugarpartí í hádeginu en átt flug með Spirit Airlines klukkan fjögur,“ stendur undir myndbandinu þó ekki megi fullyrða að það hafi verið í tilfelli konunnar. 

Myndbandið hefur vakið kátínu á meðal netverja og bentu margir á að þó konan væri fáklædd væri hún allavega með grímu. 

mbl.is