Fyrsta norðurljósasýning vetrarins

Norðurljósin dönsuðu yfir Skjálfandaflóa í gærkvöldi.
Norðurljósin dönsuðu yfir Skjálfandaflóa í gærkvöldi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Norðurljósin létu fyrst á sér kræla fyrir norðan í vikunni. Fréttaritari Morgunblaðsins á Húsavík, Hafþór Hreiðarsson, tók kynngimagnaðar myndir af ljósunum sem lýstu upp himininn yfir Skjálfanda.

Norðurljós sáust einnig yfir Reykjavík í vikunni en voru þau ekki sterk og dönsuðu aðeins í nokkrar mínútur áður en skýjahulan faldi þau. Í vikunni gerir spá Veðurstofu Íslands ekki ráð fyrir mikilli virkni norðurljósa og skýjahula liggur yfir Suðvestur horninu. 

Norður á landi er þó ekki sömu sögu að segja. Þar er gert ráð fyrir heiðskírri nótt svo aðdáendur norðurljósa gætu orðið heppnir. Á Austurlandi er einnig gert ráð fyrir heiðskírri nótt sem og víðsvegar á Vestfjörðum.

Samkvæmt Stjörnufræðivefnum er algengast að norðurljós birtist milli klukkan 23 og 01 á kvöldin en geta þau þó sýnt sig fyrr og seinna á nóttunni. Sólin sest upp úr klukkan 20 á kvöldin um þessar mundir.

Algengast er að sjá norðurljós milli 23 og 01 á …
Algengast er að sjá norðurljós milli 23 og 01 á nóttunni en þau geta sést fyrr og seinna á nóttunni. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is