Naomi Campbell á heilsuhæli í Austurríki

Naomi Campbell
Naomi Campbell AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell er búin að dvelja á heilsuhæli í Austurríki að undanförnu. Hún segir að það hafi verið tímabært að hlúa betur að sjálfri sér en í maí síðastliðnum tilkynnti hún að hún væri orðin móðir. 

Campbell sem er 51 árs dvaldi á VIVAMAYR Medical Health Resort þar sem vikan í villu þar er talin kosta í kringum 20 þúsund evrur eða þrjár milljónir króna.

Campbell var dugleg að sýna frá dvöl sinni þar á samfélagsmiðlum og ljóst er að ferðin þangað hafi gert sitt gagn og endurnært hana, enda getur það tekið á vera nýbökuð móðir. 

„Ég virkilega þurfti á þessum tíma að halda til þess að hlúa að sjálfri mér. Þeir segja að maginn sé eins og heili númer tvö og ég þurfti að núllstilla meltinguna og brennsluna. Ég er svo þakklát teyminu á Vivamayr fyrir að brjóta mig niður og byggja mig upp aftur frá grunni. Þessi lífsreynsla er ómetanleg og mun breyta hvernig við hlúum að okkur í framtíðinni. Heilsa er ríkidæmi og mig langaði til þess að deila þessari reynslu með ykkur,“ segir Campbell á Instagram.

Af myndunum að dæma væsir ekki um Campbell enda er Austurríki þekkt fyrir fádæma náttúrufegurð. Þarna er útsýni yfir Altaussee vatnið og sólsetrið þar ægifagurt. 

View this post on Instagram

A post shared by Naomi Campbell (@naomi)

mbl.is