Afmælishöld í heila viku á einkaeyju

Rebel Wilson og vinkonur fagna afmæli hennar á einkaeyju.
Rebel Wilson og vinkonur fagna afmæli hennar á einkaeyju. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson hefur leigt einkaeyju í Kyrrahafinu í eina viku til að halda upp á 41 afmælið sitt. Um er að ræða eyjuna Oneta­hi í eyja­klas­an­um Teti­aroa sem til­heyr­ir Fé­lags­eyj­um Frönsku Pó­lý­nes­íu. Marlon Brando tók eyj­una á 99 ára leigu árið 1966 og dreg­ur hún nafn sitt af hon­um.

Einkaeyjan hefur verið vinsæl á meðal stórstjarna og hélt til dæmis Kim Kardashian upp á fertugsafmæli sitt þar á síðasta ári og Leonardo DiCaprio hefur einnig haldið upp á afmæli sitt á eyjunni. 

Wilson varð 41 árs í mars en frestaði veisluhöldum vegna heimsfaraldurs. Hún er nú mætt á eyjuna með sínum bestu vinum og hefur endurnefnt eyjuna Rebel Island á meðal veisluhöld standa yfir. 

Á meðal gesta eru Anna Kendrick, Brittany Snow, Chrissie Fit og Shelley Regner.

View this post on Instagram

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson)

mbl.is