58 ára í fantaformi á Ítalíu

Demi Moore er ungleg.
Demi Moore er ungleg. AFP

Demi Moore hefur verið dugleg að ferðast um Ítalíu upp á síðkastið. Ekki er langt síðan hún sást spóka sig um Feneyjar þar sem hún mætti meðal annars á viðburði kvikmyndahátíðar sem þar fór fram.

Nú nýtur hún lífsins um borð í snekkju við strendur Ítalíu og gleðin skín úr andliti hennar. Hún birtir flotta mynd af sér í röndóttum sundfötum að hoppa hæð sína. Við myndina skrifar hún að þetta sé síðasta stökkið áður en hún hoppar inn í haustið. Leikkonan sem er 58 ára er augljóslega í góðu formi og kann að lifa í núinu.  

Demi Moore er ánægð með fríið sitt.
Demi Moore er ánægð með fríið sitt. Skjáskot/Instagram
mbl.is