Harry Potter-stjörnur á landinu

James Phelps, Bonnie Wright og Oliver Phelps eru á Íslandi.
James Phelps, Bonnie Wright og Oliver Phelps eru á Íslandi. Samsett mynd

Leikararnir James og Oliver Phelps auk leikkonunnar Bonnie Wright eru á Íslandi. Öll eru þau þekktust fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. 

Leikararnir fóru í Sjóböðin á Húsavík á þriðjudagskvöld og á miðvikudag sýndi Wright frá því í story á Instagram að hópurinn hefði farið í hvalaskoðun með Norðursiglingu. Þá sást einnig til þeirra í miðborg Reykjavíkur á fimmtudag.

Samkvæmt heimildum mbl.is eru leikararnir að vinna að verkefni um ferðalög en nánar verður greint frá í hverju verkefnið felst á MIPCOM-ráðstefnunni í október.

Phelps tvíburarnir fóru með hlutverk þeirra Fred og George Weasley í Harry Potter. Wright fór með hlutverk Ginny Weasley, yngri systur þeirra bræðra. 

Weasley-systkinin sáust í Sjóböðunum á Húsavík í gærkvöldi.
Weasley-systkinin sáust í Sjóböðunum á Húsavík í gærkvöldi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is