Er Tom Cruise um borð?

Er Tom Cruise um borð?
Er Tom Cruise um borð? AFP

Læknirinn Ben MacFarlane starfar við að fljúga með Breta heim eftir áföll. Í kórónuveirufaraldrinum í hálftómum flugvélum lærði hann inn á leynitungumál flugfreyja. Það að Tom Cruise sé um borð þýðir til dæmis ekki að Hollywood-stjarnan knáa sé um borð. 

„Er Tom Cruise um borð?“ má stundum heyra flugfreyjur segja á ensku þegar byrjað er að gefa fólki að borða og drekka. Á vef Daily Mail kemur fram að MacFarlane haldi því fram að þetta sé einfaldlega merki um hvort teketillinn sé hægra megin eða vinstra megin. Hann vill meina að ef Tom Cruise er um borð sé teketillinn (Tom) vinstra megin á trillunni og kaffið (Cruise) hægra megin. 

Það eru fleiri frasar sem flugfreyjur eru með. „Viltu syngja eða dansa?“ Læknirinn segir flugfreyjur spyrja vinnufélaga sína að þessu í upphafi flugs. Þá er ekki átt við söngleik í háloftunum heldur hvort fólk óski þess að sýna öryggisreglurnar eða lesa þær upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert