Fóru til Frakklands í brúðkaup Middletons

Katrín og Vilhjálmur eru sögð hafa ferðast til Frakklands til …
Katrín og Vilhjálmur eru sögð hafa ferðast til Frakklands til að vera viðstödd brúðakaup James Middleton. AFP

James Middleton, litli bróðir Katrínar hertogaynju, kvæntist ástinni sinni, hinni frönsku Alizée Thevenet, um helgina í Frakklandi. Athöfnin var smá í sniðum en aðeins nánustu vinir og fjölskylda fengu boð í brúðkaupið. 

Talið er að Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins hafi ferðast til Frakklands fyrir athöfnina að því er fram kemur á vef Hello. Pippa Matthews, systir þeirra Katrínar og James Middleton, á einnig að hafa verið viðstödd ásamt eiginmanni sínum James Matthews. Foreldrar James Middletons, Carole og Michael Middleton, voru einnig viðstödd ásamt hundunum Lunu og Mabel. 

Hjónin kynntust árið 2018 og trúlofuðu sig árið 2019. Þau þurftu að fresta brúðkaupinu í fyrra vegna kórónuveirunnar. 

View this post on Instagram

A post shared by James Middleton (@jmidy)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert