Harry Potter-stjörnurnar elska íslenskar lopapeysur

Bonnie Wright ásamt þeim James og Oliver Phelps.
Bonnie Wright ásamt þeim James og Oliver Phelps. Skjáskot/Instagram

Svo virðist sem þau Bonnie Wright, James og Oliver Phelps hafi fengið fullkomna Íslandsupplifun í ferð sinni um landið í síðustu viku. Leikararnir deildu um helgina myndum úr ferð sinni, en þau voru hér á Íslandi að vinna þátt um ferðalög. 

Wright og Phelps-tvíburarnir eru hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk systkinanna Ginny, Fred og George Weasley í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. 

Norðurljós léku við hópinn þegar þau skelltu sér í Sjóböðin á Húsavik. Þau fóru einnig á hestbak og klæddust íslenskum lopapeysum. 
mbl.is