Hnakkrifust um grímur og hent frá borði

Hjónunum var vísað frá borði.
Hjónunum var vísað frá borði.

Par sem hnakkreifst við flugþjóna um grímunotkun um borð í vel JetBlue á dögunum hefur vakið athygli. Myndband af parinu náðist og hefur því nú verið deilt víða um samfélagsmiðla. Parinu var að lokum vísað frá borði úr vélinni, en þau voru ósátt við athugasemdir flugliðanna um grímunotkun. 

Atvikið átti sér stað þegar vélin var enn á flugvellinum í Fort Lauderdale í Flórídaríki, en vélin á leið til San Diego í Kaliforníu. 

Farþegi um borð að nafni Alice, tók upp myndbandið, og setti það á Instagram stuttu eftir lendingu. 

Í myndbandinu sést karlmaðurinn standa upp og lesa flugþjóni pistilinn. Alice segir að lætin hafi byrjað eftir að flugþjónn bað konu um að laga grímu sonar síns áður en þau fóru um borð. Hún segir einnig að hjónin hafi haft grímurnar undir nefinu allan tíman. 

Karlmaðurinn reifst drjúga stund við flugþjóninn og blandaði eiginkona hans sér í málin líka. Að lokum var þeim vísað frá borði og má heyra aðra farþega fagna brottvísuninni í lok myndbandsins. 

Grímuskylda er um öll Bandaríkin og þurfa allir farþegar, í vélum allra flugfélaga, að vera með grímu um borð. Reglurnar eru í gildi fram í janúar 2022. 

View this post on Instagram

A post shared by Alice (@alice.rusa)


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert