Besta hótel í heimi

Hótelið Mahali Mzuri.
Hótelið Mahali Mzuri. Ljósmynd/Mahali Mzuri

Hótelið Mahali Mzuri í Kenía var kosið besta hótel í heimi í kosningu Travel and Leisure. 100 hótel komust á listann en Mahali Mzuri fékk einkunnina 99,73 af 100. Hótelið er hluti af Virgin Limited Edition sem er í eigu ferðamógúlsins Sir Richards Bransons. 

Mahali Mzuri hótelið er staðsett í Masai Mara dýralífsgarðinum. Safaríferðir í Masai Mara eru afar vinsælar og þarf ekki að koma á óvart að nútímaleg safarítjöld Bransons þyki fullkominn dvalarstaður. Nálægt hótelinu eru dýr á borð við gírafa og ljón.

Dýrin eru í næsta nágrenni.
Dýrin eru í næsta nágrenni. Ljósmynd/Mahali Mzuri

Hér fyrir neðan má sjá hvaða komust á topp tíu listann ásamt Mahali Mzuri. 

2. Nayara Tented Camp þjóðgarðinum við eldfjallið Arenal í Kosta Ríka. 

3. The Opposite House í Peking í Kína. 

4. Capella Bangkok í Taíland. 

5. Capella Ubud í Balí í Indónesíu. 

6. Grace Hotel, Auberge Resorts Collection á Santorini í Grikklandi. 

7. Kamalame Cay á Andros-eyju á Bahamaeyjum.

8. The Oberoi Udaivilas í Udaipur á Indlandi. 

9. The Temple House á Chengdu í Kína. 

10. The Oberoi í Nýju-Delí á Indlandi. 

mbl.is