Binni Glee færður upp á Saga premium

Binni Glee naut lífsins í Noregi um helgina.
Binni Glee naut lífsins í Noregi um helgina. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, hefur notið síðustu daga í Noregi. Brynjar er á heimleið í dag með flugfélaginu Icelandair og var færður upp á Saga Premium. 

Hann greindi frá uppfærslunni í á Twitter og þakkaði flugfélaginu kærlega fyrir sig. 

Binni var á ferðalagi ásamt vinum sínum og skoðuðu þau höfuðborgina Osló og stillti Binni sér meðal annars upp fyrir utan Óperuhúsið í borginni. 

Hópurinn fór einnig að skoða skíðastökkpallinn í Holmenkollen sem á sér langa sögu. Þar hefur skíðahátíð verið haldin frá árinu 1892 en pallurinn hefur verið endurbyggður alls 19 sinnum. Þá fóru vetrar Ólypmpíuleikarnir árið 1952 einnig fram þar. 

View this post on Instagram

A post shared by BRYNJAR (@binniglee)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert