Harry og Meghan til New York

Harry og Meghan giftu sig árið 2018 en búa núna …
Harry og Meghan giftu sig árið 2018 en búa núna í Bandaríkjunum. AFP

Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan hertogaynja af Sussex eru á leiðinni til New York í vikunni en þau búa í Kaliforníu. Hjónin eru þó ekki að fara í frí til borgarinnar en þau munu koma fram á góðgerðarviðburðinum Global Citizen Live á laugardaginn. 

Harry og Meghan hafa talað fyrir því að allir hafi greiðan aðgang að bóluefni, ekki bara ríkari þjóðir. Þau eru sögð ætla að þrýsta á ríkari þjóðir til þess að láta ekki sitt eftir liggja og hjálpa þeim sem eru í neyð. 

Hertogahjónin eignuðust sitt annað barn saman í júní en Lilibeth Díana er nú orðin tveggja og hálfs mánaða. Óljóst er hversu lengi hjónin munu dvelja í New York og hvort bæði börnin verði með í för. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Meghan fer til New York en vinkonur hennar héldu umdeilt steypiboð fyrir hana í New York þegar hún átti von á sínu fyrsta barni. Nú eiga hjónin ekki bara hinn tveggja ára gamla Archie heldur einnig dótturina Lilibeth sem fæddist í byrjun júní.

Meghan hertogaynja af Sussex.
Meghan hertogaynja af Sussex. AFP
mbl.is