Sigldu risavaxinni fiðlu niður síkin

Fiðlan hans Nóa sigldi niður síki Feneyja á laugardag.
Fiðlan hans Nóa sigldi niður síki Feneyja á laugardag. AFP

Ferðamenn í Feneyjum rak eflaust í rogastans á laugardag þegar heljarinnar fiðlu var siglt niður síki borgarinnar. Á ferðinni var ellefu metra löng fiðla sem hefur fengið nanfið Fiðlan hans Nóa, eftir Örkinni hans Nóa úr Biblíusögunum. Á fiðlunni var lítil strengjasveit sem spilaði Fjórar árstíðir Antonios Vivaldis. 

Nokkrir gondólar fylgdu fiðlunni siglandi og fljótlega slógust leigubátar og fleiri bátar í lestina. Ekki var aðeins um skemmtilega uppákomu að ræða heldur er fiðlan hluti af verkefni sem vinnur að því að glæða Feneyjar aftur lífi með list, menningu og síðast en ekki síst tónlist. 

Fiðlan er hugarfóstur listamannsins Livio De Marchi sem fékk hugmyndina að fiðlunni í útgöngubanni í Feneyjum. „Fiðlan er merki um nýtt upphaf í Feneyjum,“ sagði De Marchi í viðtali við New York Times. De Marchi er aðdáandi Vivaldis og valdi fiðluna af þeim sökum. 

Hugmyndina fékk De Marchi í útgöngubanninu á síðasta ári.
Hugmyndina fékk De Marchi í útgöngubanninu á síðasta ári. AFP
Fjöldi báta slóst í hópinn og sigldi með fiðlunni í …
Fjöldi báta slóst í hópinn og sigldi með fiðlunni í um klukkustund. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert