Flogið aftur til Kanarí eftir langt ferðalag

Júlíus Caesar flaug aftur til Kanaríeyja í síðustu viku.
Júlíus Caesar flaug aftur til Kanaríeyja í síðustu viku. Ljósmynd/Aer Lingus

Sæskjaldbaka sem fannst á ströndinni í County Donegal í Bretlandi fyrir þremur árum var flogið aftur til Kanaríeyja. Skjaldbakan er ættuð þaðan en flæktist norður til Bretlands. 

Skjaldbakan hafði fengið viðurnefnið Júlíus Caesar en stofn hans er í útrýmingarhættu. Flugfélagið Aer Lingus flaug honum aftur til heimkynna hans í síðustu viku eftir að hann hafði verið í góðu yfirlæti hjá Exploris Aquarium á Norður Írlandi. 

JC, eins og hann er kallaður, hafði orðið fyrir ofkælingu í hinu kalda Atlantshafi en vel var hugsað um hann í Exploris Aquarium. 

Til að tryggja heilsu hans var búr hans ekki sett í farangursgeymsluna í vél Aer Lingus en hann þarf að vera í andrúmslofti sem er að minnsta kosti 19 gráður. Því var sérstakt búr útbúið fyrir hann þar sem hægt var að fylgjast með honum og hitastiginu í búrinu. 

Írsk fjölskylda fann JC upphaflega á ströndinni árið 2019. Þá var hann aðeins níu mánaða gamall og telja vísindamenn hann hafa lent í kraftmiklum hafstraumi sem bar hann upp með golfstrauminum, norður til Írlands. 

Flutningar hans til Kanaríeyja frestaðist vegna heimsfaraldursins en nú er hann loksins kominn heim í sólina og hlýrra loftslag.

JC fékk sérútbúið búr í vélinni.
JC fékk sérútbúið búr í vélinni. Ljósmynd/Aer Lingus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert