Á uppáhaldshóteli Díönu í New York

Harry og Meghan í New York í gær.
Harry og Meghan í New York í gær. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex og dvelja nú á Carlyle-hóteli í New York-borg. Hótelið var eftirlætishótel Díönu prinsessu, móður Harrys. Hjónin eyða helginni í New York en þau munu koma fram á Global Citizen Live í Central Park á morgun, laugardag. 

Harry og Meghan flugu til New York á miðvikudag en ekki er vitað hvort þau komu á einkaþotu. Talið er að þau hafi snætt á Bemelmans Bar á Upper East Side á miðvikudagskvöld. 

Díana var einkar hrifin af Carlyle-hótelinu og tíður gestur þar þegar hún heimsótti Bandaríkin. Þá dvaldi hún í konunglegu svítunni sem er á 22. hæð hótelsins. Bróðir Harrys, Vilhjálmur Bretaprins, og eiginkona hans Katrín hertogaynja dvöldu einnig á hótelinu þegar þau heimsóttu borgina árið 2014 og voru þá í hinni konunglegu svítu.

Heimildir Page Six herma þó að Harry og Meghan séu ekki í svítunni. 

Í gær, fimmtudag, heimsóttu þau Frelsisturninn og hittu Bill De Blasio borgarstjóra New York og Kathy Hochul ríkisstjóra. 

Þetta er þeirra fyrsta sameiginlega heimsókn eftir að þau stigu til hliðar í bresku konungsfjölskyldunni. 

mbl.is