Ferðamenn komast í feitt í Brooklyn

Yfir 300 hátískukjólar frá Dior eru til sýnis á Brooklyn …
Yfir 300 hátískukjólar frá Dior eru til sýnis á Brooklyn listasafninu. AFP

Tískuáhugafólk sem ferðast til New York á von á góðu en ný sýning um franska tískuhúsið Dior var opnuð í september í listasafninu í Brooklyn. Sýningin hefur áður hlotið góðar viðtökur á Englandi og í Frakklandi en er nú til sýnis í Bandaríkjunum með bandarískum áhrifum. Sýningin ber yfirskriftina Christian Dior: Designer of Dreams eða Christian Dior: Hönnuður drauma. 

Viðbúið er að Banda­rík­in opni á ferðalög bólu­settra Breta og Evr­ópu­búa inn­an nokk­urra vikna, en lokað hef­ur verið á ferðalög til Banda­ríkj­anna í um 18 mánuði vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Það gefur Íslendingum á leiðinni til New York ágætis tíma til þess að skoða sýninguna en hún stendur yfir til 20. febrúar á næsta ári. 

Yfirlitssýningin ber yfirskriftina Christian Dior: Designer of Dreams.
Yfirlitssýningin ber yfirskriftina Christian Dior: Designer of Dreams. AFP

Á sýningunni er að finna yfir 300 hátískukjóla ásamt myndum, myndskeiðum og teikningum. Gott yfirlit yfir 75 ára sögu tískumerkisins. Christian Dior var frumkvöðull í að flytja tísku út og opnaði sína fyrstu búð í New York 1948, aðeins ári eftir að merkið var stofnað. Seinna voru opnaðar búðir í Suður-Ameríku, um alla Evrópu, í Norður-Afríku og Japan.

Sýningin er glæsileg.
Sýningin er glæsileg. AFP

Sýningin sem var opnuð nýverið í New York var fyrst opnuð í París og Lundúnum 2017 og 2019. Var vel við hæfi að opna sýninguna í sömu viku og tískuvikan í New York fór fram. Á sýningunni eru meðal annars kjólar sem Grace Kelly klæddist og Jennifer Lawrence.

Kjólar frá hátískumerkinu Dior á safni í Brooklyn.
Kjólar frá hátískumerkinu Dior á safni í Brooklyn. AFP
Dior.
Dior. AFP
Dior.
Dior. AFP
Kjólar frá hátískumerkinu Dior á safni í Brooklyn.
Kjólar frá hátískumerkinu Dior á safni í Brooklyn. AFP
Dior til sýnis í Brooklyn.
Dior til sýnis í Brooklyn. AFP
Dior á listasafninu í Brooklyn.
Dior á listasafninu í Brooklyn. AFP
Dior.
Dior. AFP
Dior.
Dior. AFP
Dior.
Dior. AFP
Dior.
Dior. AFP
Dior.
Dior. AFP
Fallegt um að litast á sýningunni.
Fallegt um að litast á sýningunni. AFP
Dior.
Dior. AFP
mbl.is