Besta ferðaráðið?

Konan setti fullt af farangri inn í koddaverið til að …
Konan setti fullt af farangri inn í koddaverið til að þurfa ekki að borga aukalega fyrir meiri handfarangur. Skjáskot/TikTok

Kona nokkur á Twitter deildi á dögunum myndbandi af því sem hún kallar besta ferðaráð í heimi. Þar sýnir konan hvernig hún kemur aukafarangri með sér í handfarangri með því að stinga hellingi af dóti inn í koddaver og dulbúa það þannig sem kodda. 

Oft eru reglur um hversu mikið farþegar mega taka með sér í handfarangur, til dæmis eina litla tösku og handtösku eða eitthvað slíkt. Með þessu móti getur konan laumast með töluvert meira í handfarangur en leyfi er fyrir. Þá sleppur hún einnig við kostnaðinn sem því fylgir.

Yfir 10 milljónir hafa horft á myndbandið og hálf milljón sett hjarta við það. mbl.is