Jöfnuðu sig á kosninganótt í Kraumu

Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru í Krauma …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru í Krauma í gær. Samsett mynd

Áhrifavaldarnir Sunneva Eir Einarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir létu líða úr sér í Kraumu ásamt vinkonum sínum, Jónu Kristínu Benediktsdóttur og Aldísi Eik, í gær. 

Vinkonuhópurinn fór svo á Fiskfélagið í miðbæ Reykjavíkur eftir góða stund í Kraumu. Krauma eru náttúrulaugar í Borgarfirði en vatnið úr þeim er úr Deildartunguhver. 

Birgitta eyddi kosninganótt meðal annars á Vinnustofu Kjarvals, þaðan sem Ríkisútvarpið sendi út að hluta. Þá var hún í góðra vina hópi á vinnustofunni og birti meðal annars mynd af sér ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni. 

Sunneva hefur eflaust skemmt sér vel á kosninganótt en kærasti hennar er Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn fagnaði kosningasigri á laugardagskvöld og voru mikil veisluhöld á Hilton Nordica.

mbl.is