Will Smith sýnir frá Íslandsheimsókninni

Will Smith í Stuðlagili.
Will Smith í Stuðlagili. Samsett mynd

Brot af ferðalagi leikarans Wills Smiths til Íslands má nú loks sjá í nýjum þáttum sem sýndir verða á streymisveitunni Disney+ í desember. Þættirnir bera titilinn Welcome to Earth og eru úr smiðju National Geographic en stiklan fyrir þættina var gefin út í gær.

Heimsókn Smiths hér á Íslandi vakti mikla athygli í lok ágúst á síðasta ári en þá hafði tökuliðið tekið Stuðlagil á leigu og var það lokað almenningi í tvo daga. 

Smith ferðast um heiminn í þáttunum og skoðar fallega og öðru vísi staði. Hér á Íslandi skoðaði hann ekki bara Stuðlagil heldur skoðaði hann virkt eldfjall, gekk á jökul og fór á kajak niður á.

mbl.is