Þýskaland fyrir heilsufíkla

Sífellt fleiri kjósa að samtvinna frí og heilsurækt.
Sífellt fleiri kjósa að samtvinna frí og heilsurækt. Unsplash.com/Jon Flobrant

Þýskaland hefur stimplað sig inn sem einn helsta áfangarstað fyrir þá sem sækjast eftir heilsutengdum ferðalögum. Í Þýskalandi má finna fjölmörg heilsuhótel og bæi sem búa yfir vönduðum heilsulindum þar sem fremstu sérfræðingar heims starfa.

Hello Magzine tók saman fjórar ástæður afhverju Þýskaland ætti að vera efst á lista sé maður á höttunum eftir fríi sem sameinar bæði heilsu og vellíðan.

1. Þýskaland er fæðingarstaður Kneipp lækningarinnar

Kneipp meðferðin felur meðal í sér notkun kalds vatns en það var einmitt Sebastian Kneipp sem er sagður hafa læknað sig með því að baða sig reglulega í Dóná. Slíkar kuldameðferðir eru afar vinsælar í dag og taldar styrkja ónæmiskerfið.

2. Úr mörgu að velja

Það er hægt að velja úr 350 heilsulindarbæjum í Þýskalandi. Úrvalið virðist endalaust og hver bær þarf að uppfylla strangar kröfur til þess að geta kallað sig heilsulind (spa town).

3. Baden-Baden er í uppáhaldi hjá stjörnunum

Flestir kjósa að heimsækja Baden-Baden vegna nálægðar staðarins við Svartaskóg. Þá eru þar auk þess margir fínir veitingastaðir sem gera staðinn enn eftirsóknarverðari hjá hinum ríku og frægu.

4. Berchtesgaden Land er mekka allra heilsufíkla

Þessi staður er þekktur fyrir heilandi saltvatnshelli í salt námu og er þetta talinn vera kjörinn staður fyrir fólk sem á við öndunarerfiðleika hvers konar eða húðvandamál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert