Saga B sólar sig í Tyrklandi

Berglind Saga Bjarnadóttir nýtur lífsins í Antalya í Tyrklandi.
Berglind Saga Bjarnadóttir nýtur lífsins í Antalya í Tyrklandi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Berglind Saga Bjarnadóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Saga B, nýtur nú lífsins í Antalya í Tyrklandi. 

Saga er í góðra vina hópi á Tyrklandi og skellti sér meðal annars á djammið um helgina með vinum sínum. Þá hefur hópurinn einnig gert vel við sig í mat og drykk á veitingastöðum í borginni. 

Antalyaborg er gríðarlega vinsæll ferðamannastaður og hafa vinsældir hennar aukist mikið á undanförnum árum. Þá þykir verðurfarið þar einstaklega gott, fjöldi góðra hótela er í borginni og næturlífið litríkt, líkt og Saga sýndi frá á Instagram.

mbl.is