Skrapp í frí með gömlu kærustunni

Gerard Butler.
Gerard Butler. AFP

Hollywoodstjarnan Gerard Butler naut lífsins í fríi í Púertó Ríkó á dögunum. Hann var ekki einn í för þar sem með honum var Morgan nokkur Brown sem Butler hætti með í fyrra. Parið, sem hefur verið sundur og saman í nokkur ár, leit út fyrir að vera ástfangið á ströndinni í Púertó Ríkó. 

Butler, sem er 51 árs, og Brown, sem er aðeins einu ári yngri en leikarinn, sáust meðal annars njóta þess að sóla sig á ströndinni, kæla sig í sjónum og spila tennis saman að því er fram kemur á vef Daily Mail. Þau eru greinilega alveg búin að jafna sig á erfiðleikunum síðan í fyrra.

Brown er innanhússhönnuður og í fasteignabransanum. Hún tjáði sig ekki um sambandsslitin við Íslandsvininn en hann tjáði sig þó opinberlega um lok ástarsambandsins við News.com.uk. „Ég gekk í gegnum sambandsslit í kórónuveirufaraldrinum svo ég missti ástvin á annan hátt og það var mjög erfitt, mun erfiðara en ég hélt,“ sagði Butler fyrir ári. 

mbl.is