Zoe Saldana fáklædd á suðlægum slóðum

Hin eftirsótta Zoe Saldana á þrjú börn og er gift …
Hin eftirsótta Zoe Saldana á þrjú börn og er gift ítölskum listamanni. mbl.is/AFP

Zoe Saldana nýtur lífsins í fríi í Kyrrahafinu ásamt eiginmanninum. Þau eru dugleg að taka myndir af sér fáklæddum og birta á samfélagsmiðlum. 

Leikkonan sem er 43 ára er gift ítölskum listamanni sem heitir Marco. Hann lætur ekki sitt eftir liggja og er duglegur að taka þátt í myndatökunum með Saldana.

Parið á saman sex ára tvíbura og fjögurra ára barn. Þau segjast ala þau upp í kynhlutlausu umhverfi. 

„Við höfum mjög kynhlutlaust heimili. Eiginmaður minn tekur þátt í mörgu því sem konur ættu venjulega að gera og öfugt,“ sagði Saldana eitt sinn í viðtali. „Ég fæ að vinna fullt af „karla-störfum“ á heimilinu eins og til dæmis að gera við sjónvarpið og svo framvegis.“

Saldana hefur meðal annars leikið í Avatar.
Saldana hefur meðal annars leikið í Avatar. Skjáskot/Instagram
Hjónalífið virðist gott hjá þeim.
Hjónalífið virðist gott hjá þeim. Skjáskot/Instagram
Það er gaman að fara í frí með ástinni sinni.
Það er gaman að fara í frí með ástinni sinni. Skjáskot/Instagram
mbl.is