Í ósamstæðum skóm á flugvellinum

Leikkonan Ashley Judd.
Leikkonan Ashley Judd. AFP

Bandaríska leikkonan Ashley Judd var í ósamstæðum skóm þegar hún gekk út af LAX-flugvellinum í Los Angeles fyrr í vikunni. 

Ósamstæðir skór hennar vöktu eftirtekt en hún var í svörtum sandala á vinstri fæti og dökkgráum Croc-skó á þeim hægri. Ástæðan fyrir þessum skóbúnaði er sú að Judd slasaðist illa á fæti fyrr á þessu ári þar sem hún hrasaði um tré í regnskógum Kongós þar sem hún var við dýraverndunarstörf. Miðað við frétt frá PageSix hefði fallið getað kostað hana annan fótinn því hún fjórbrotnaði og varð fyrir miklum taugaskemmdum á hægri fæti. Lá hún á gjörgæsludeild í tæpa þrjá sólarhringa í Suður-Afríku eftir að óhappið átti sér stað. 

Eftir langt og strangt bataferli er leikkonan að ná sér á strik. Þurfti hún að æfa sig að ganga upp á nýtt og ber mikið þakklæti í brjósti til læknateymis síns. Þá er mikilvægt að vera í léttum og þægilegum skóbúnaði, þá sérstaklega á ferðalögum.   

Hægri fótur leikkonunnar leit svona út eftir nokkrar aðgerðir.
Hægri fótur leikkonunnar leit svona út eftir nokkrar aðgerðir. Skjáskot/Instagrammbl.is