Giftu sig í sólinni í Mexíkó

Adam DeVine og Chloe Bridges gengu í hjónaband í San …
Adam DeVine og Chloe Bridges gengu í hjónaband í San Cabo Lucas í Mexíkó um helgina. Skjáskot/Instagram

Leikararnir Adam DeVine og Chloe Bridges gengu í það heilaga um helgina. Brúðkaupið fór fram í Cabo San Lucas í Mexíkó, sem er vinsæll áfangastaður ríka og fræga fólksins. 

„Vorum við rugluð að skipuleggja brúðkap í heimsfaraldri? Örugglega já, því það hefur ansi margt farið úrskeiðis, meðal annars að við smituðumst af veirunni,“ skrifaði Bridges í færslu á Instagram viku fyrir brúðkaupið

Svo virðist vera að þrátt fyrir veirusmit í aðdraganda brúðkaupsins hafi allt gengið upp fyrir hið ástfangna par og fögnuðu þau með vinum og fjölskyldu í Mexíkó.

DeVine er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Pitch Perfect. Bridges er þekktust fyrir hlutverk sitt í Disney-myndinni Camp Rock 2: The Final Jam. Þau kynntust árið 2015 og trúlofuðu sig haustið 2019. 

mbl.is