Reykjavík valin ein áhugaverðasta smáborgin

Reykjavík er á lista Condé Nast Traveller yfir áhugaverðar borgir.
Reykjavík er á lista Condé Nast Traveller yfir áhugaverðar borgir. Ljósmynd/Unsplash/Evelyn Paris

Reykjavík er í áttunda sæti á lista ferðatímaritsins Condé Nast Traveller yfir áhugaverðustu smáborgir heims. Þar segir að þó það sé ekki lengur hræódýrt að fljúga til landsins sé vel þess virði að heimsækja borgina. 

Condé Nast Traveller er eitt vinsælasta ferðatímarit í heim og árlega veitir tímaritið lesendaverðlaun. Ísland hefur ratað inn á fleiri lista síðustu vikur en þrjú íslensk hótel hlutu á dögunum verðlaun frá tímaritinu. 

San Miguel de Allende í Mexíkó var í fyrsta sæti listan en þar á eftir eru San Sebastián á Spáni, Salzburg í Austurríki og Siena á Ítalíu. 

Átta þúsund manns tóku þátt í kosningunni og að þessu sinni, vegna heimsfaraldursins, máttu lesendur velja þá staði sem þá dreymdi helst um að ferðast til á meðan ekki var hægt að ferðast. 

  1. San Miguel de Allende, Mexíkó.
  2. San Sebastián, Spánn.
  3. Salzburg, Austurríki.
  4. Siena, Ítalía.
  5. Dubrovnik, Króatía.
  6. Brugge, Belgía.
  7. Cambridge, Bretland.
  8. Reykjavík, Ísland.
  9. Galway, Írland.
  10. Kralendijk, Bonaire.

https://www.cntraveler.com/gallery/2014-10-20top-25-cities-in-the-world-readers-choice-awards-2014

mbl.is