Fóru í óhefðbundna brúðkaupsferð

Hin nýgiftu hjón í göngu á Lofoten eyjum.
Hin nýgiftu hjón í göngu á Lofoten eyjum. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Lily Collins og eiginmaður hennar Charlie McDowell skelltu sér ekki til suðrænnar Kyrrahafseyju í brúðkaupsferð. Hin nýgiftu hjón fóru frekar í ferð um Skandinavíu og þræddu firði og dali í norðanverðum Noregi og Svíþjóð. 

Hin nýgiftu hjón fóru meðal annars til Lapplands og gistu þar í tréhúsi inni í skógi, en ferðavefurinn fjallaði einmitt um Tréhótelið á síðasta ári. Þá fóru þau til Noregs, fóru í göngur og á kajak. Þau heimsóttu einnig sjávarþorpið Sørvågen á Lófóten í Noregi sem er á 67. breiddargráðu. Þar snæddu þau meðal annars á veitingastaðnum Holmen Lofoten.

Collins og McDowell gengu í hjónaband í byrjun september og fóru fljótlega í brúðkaupsferð sína í Skandinavíu. 

View this post on Instagram

A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins)

View this post on Instagram

A post shared by Lily Collins (@lilyjcollins)

mbl.is