Sara í Júník nýtur lífsins í Karíbahafinu

Kærustuparið Sara Lind Pálsdóttir og Kristján Þórðarson eru í Karíbahafinu.
Kærustuparið Sara Lind Pálsdóttir og Kristján Þórðarson eru í Karíbahafinu. Skjáskot/Instagram

Sara Lind Páls­dótt­ir, oft kennd við versl­un­ina Júník, er í fríi í Karíbahafinu. Með Söru Lind í fríinu er kærasti hennar Kristján Þórðarson og börnin þeirra tvö. Fjölskyldan er stödd á eyjunni Curaçao. 

Eyjan er algjör ferðamannaparadís undan strönd Venesúela. Hún var hluti af Hollensku Vestur-Indíum en fékk sjálfstjórn innan hollenska konungsríkisins árið 2010. Meðalhiti er 26-31 gráða í október. Það viðrar því vel til sólbaða.

Sara og Kristján eignuðust sitt annað barn í byrjun árs og birti Sara mynd af yngri dóttur sinni busla í sundlauginni. Hún birti einnig myndir af skjaldbökum í garðinum. mbl.is