Ásmundur ástfanginn í Tékklandi

Ásmundur Einar Daðason og Sunna Birna Helgadóttir.
Ásmundur Einar Daðason og Sunna Birna Helgadóttir.

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og eiginkona hans Sunna Birna Helgadóttir eyddu helginni í Tékklandi. Á Instagram segir Ásmundur að þau hjónin hafi farið í ferðina í tilefni af afmæli Sunnu. 

Hjónin skoðuðu kastala og fóru í skoðunarferð um bjórverksmiðju Pilsner Urquell í Plzeň. Bjórinn er þjóðarstolt Tékka og segir Ásmundur brugghúsið framleiða um helming af öllum þeim bjór sem drukkinn er í landinu. 

Ásmundur og Sunna heimsóttu einnig hundaræktanda og hittu þar hvolp sem mun bætast í fjölskylduna í janúar á næsta ári, en þau eiga einmitt stóran hóp af hundum af gerðinni golden retriever.

Ásmundur Einar er ekki eini ráðherrann sem skellti sér til útlanda um helgina en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir eyddi helginni í París í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert