Endurfundir við eiginmanninn á Írlandi

Hjónin hafa skoðað það sem Írland hefur upp á að …
Hjónin hafa skoðað það sem Írland hefur upp á að bjóða síðustu daga. Skjáskot/Instagram

Kólumbíska leikkonan Sofia Vergara er stödd í Dyflinni um þessar mundir ásamt eiginmanni sínum og landamæralausa hundinum Bubbles. Eiginmaður Vergara, leikarinn Joe Manganiello, hefur dvalið í Dyflinni, höfuðborg Írlands, í nokkrar vikur, eða síðan í byrjun september, vegna vinnu sinnar. Daily Mail greindi frá.

Það urðu því sannkallaðir endurfundir þegar Vergara lenti á alþjóðaflugvellinum í Dyflinni í síðustu viku. Hafa hjónin átt góðar stundir saman sem einkennst hafa af rómantískum skoðunarferðum um sveitir og bæ.

Lögðu þau leið sína að hinum 814 ára gamla Dunlough-kastala þar sem þau skoðuðu hvern krók og kima, en kastalinn er á Mizen-skaga sem stendur við Cork. Í Cork búa um 420 þúsund manns og er því um að ræða næststærstu borg Írlands.

Vergara hefur verið dugleg að deila myndum úr ferðalaginu á Instagram. Af myndunum að dæma virðist hundurinn Bubbles vera í essinu sínu með náttúrufegurðina á Írlandi. Og auðvitað þau hjónin ekkert síður.

mbl.is