Nutu lífsins lystisemda um víða veröld

Þriðja þáttaröðin af Succession fór í loftið á dögunum.
Þriðja þáttaröðin af Succession fór í loftið á dögunum. Skjáskot/Instagram

Þriðja þáttaröð af þáttunum Succession fóru í loftið á dögunum. Þáttaröðin gerist að stóru leyti á Ítalíu, nánar tiltekið í Toskana héraði og Mílanó. Auk þess gerast þættirnir í New York ríki og Virginíu ríki í Bandaríkjunum. 

Þættirnir fjalla hinn foorríka fjölmiðlamann Logan Roy og uppkomin börn hans sem berjast um völdin. Þá hefur fjölskyldan ferðast víða um heim í hinum tveimur þáttaröðunum, til dæmis til Íslands, en önnur sería var að stórum hluta tekin upp á eyjum Króatíu, Lond Island og í Herefordshire á Bretlandi.

Höfundar þáttanna ákváðu að fjalla ekki um heimsfaraldurinn í þáttunum en líkt og Sarah Snook, sem fer með hlutverk Shiv Roy í þáttunum, orðaði það, þá hafði faraldurinn ekki áhrif á auðkýfinga á borð við Roy fjölskylduna.

Ítalía

Í Toskana héraði dvelur fjölskyldan meðal annars í Cetinale villu sem byggð var á 17. öld. Villan er í Sovicille á sér eðlilega langa sögu en páfi gisti þar einu sinni. Villan er til útleigu á litlar 3,7 milljónir króna fyrir vikuna. Alls geta 25 manns sofið í villunni, þar er sundlaug, tennisvöllur og hægt að ráða einkakokk með. 

Cetinale villa í Toskana héraði.
Cetinale villa í Toskana héraði. Skjáskot/Instagram

Tökur fóru einnig fram í Mílanó samkvæmt heimildum The Cinemaholic. Lítið er vitað um hvaða senur voru teknar upp þar á bæ, en leikarinn Brian Cox, sem fer með hlutverk Logan Roy, dvaldi á Adler Spa Restort Thermae, þegar tökurnar fóru fram. Aðrir leikarar leigðu sér villur í grennd við borgina. Kieran Culkin, sem leikur soninn Roman Roy, leigði sér Villa Gonzola. 

Tökur fóru einnig fram í Mílanó.
Tökur fóru einnig fram í Mílanó. Ljósmynd/Unsplash/Federico Lancellotti

Bandaríkin 

Í Virginíu ríki leigði teymið á bak við þættina The Jefferson hótelið í Richmond, sem er þekkt fyrir stórar marmara súlur og gólf. Þá fóru tökurnar einnig fram víða um bæinn. 

Vegna heimsfaraldursins þurfti að taka upp margar senur heima í Bandaríkjunum og voru margar senur teknar upp á hótelum víðsvegar um New York borg og víðar um ríkið. 

Mandarin Oriental, The Pierre, Marriott Marquis og The Plaza voru öll notuð í tökunum. Þá voru einnig nokkrar senur teknar á listaviðburðastaðnum The Shed í Hudson Yard í New York. 

Ekki er fjallað um heimsfaraldurinn í þáttunum.
Ekki er fjallað um heimsfaraldurinn í þáttunum. Skjáskot/Instagram
mbl.is