The Reykjavík Edition opnar í forsýningu 9. nóvember

The Reykjavík Edition hótelið opnar í nóvember.
The Reykjavík Edition hótelið opnar í nóvember.

The Reykjavík Edition hótelið í miðborg Reykjavíkur opnar í forsýningu hinn 9. nóvember næstkomandi. Í fréttatilkynningu frá hótelinu segir að hótelið muni setja ný viðmið sem fyrsta sannkallaða lúxushótel borgarinnr. 

Alls eru 253 herbergi og svítur á hótelinu, barir, veitingastaður, næturklúbbur og nútímalegt og félagsleg vellíðunarrými. 

„Reykjavík er mjög svöl, ung borg – fullkomin fyrir vörumerkið okkar,“ segir Ian Schrager, frumkvöðull að hugmyndinni um boutique-hótel, og skapari Public og Edition. 

Veitingastaður og barir eru á hótelinu og síðar á þessu …
Veitingastaður og barir eru á hótelinu og síðar á þessu ári mun næturklúbbur opna í kjallaranum.

„Á Íslandi sérðu hluti sem þú sérð hvergi annars staðar,“ segir Schrager. „Hér, frekar en nokkurs staðar í heiminum, hefurðu tækifæri á að komast í snertingu við náttúruna og við erum stolt af því að auka við EDITION-hótelkeðjuna á ótrúlegum stað með ótrúlega spennandi hóteli sem veitir þér sanna upplifun af staðnum.“

The Reykjavík EDITION er hannað undir leiðsögn ISC design (Ian Schrager Company) í samstarfi við íslensku arkítektastofuna T.ark og Roman and Williams í New York.

Á jarðhæð er veitingastaðurinn Tidaes með sér borðsal, bakarí og kaffihúsi. Á jarðhæðinni er einni barinn Tölt sem er hannaður í anda Runch Room á The London Edition hótelinu. Tides er stýrt af Gunnari Karli Gíslasyni, kokkinum á bak við veitingastaðinn Dill. Í kjallara hótelsins mun næturklúbburinn Sunset opna seinna á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert