Birkir heimsótti vinsælan „Instagram-stað“

Birkir Bjarnason nýtur nú lífsins í Tyrklandi.
Birkir Bjarnason nýtur nú lífsins í Tyrklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnson fór í flugferð með loftbelgi í Cappadocia í Tyrklandi á dögunum. Staðurinn er einstaklega vinsæll á meðal ferðamanna og þykir einstaklega gott myndefni á Instagram.

Birkir leikur nú með Adana Demirspor í Adana í Tyrklandi en borgin er í um 240 kílómetra fjarlægð frá loftbelgjastaðnum vinsæla. 

Hann birti myndir á Instagram úr fluginu og merkti fyrirtækið Royal Balloon í færsluna og einnig hótelið Kayakapi.

mbl.is